top of page

Um mig


Ég er alltaf kölluð Lóa en heiti Ólafía Lára Ágústsdóttir.  Ég starfa sem kennari við Setbergsskóla og er núna að kenna á yngstastig en hef oftast kennt á miðstigi. Ég fór í endurmenntun við KÍ skólaárið 2013-2014 og fékk tölvubakteríuna þar.  Síðan þá hef ég verið með brennandi áhuga á að finna út hvað og hvernig ég get bætt mig í þessari þekkingu til að nota í kennslu og bara fyrir mig.  Ég varð svo glöð þegar ég sá auglýsinguna frá Samspili 2015 því mér fannst ég vera týnd í geimnum með alla þessa tækni í kringum mig og hvernig ég ætti að nýta mér hana.  Það eru spennandi tímar fram undan við að draga saman þekkingun frá öðrum og nýta sér hana og gefa frá sér þekkingu á sínu.

 

bottom of page